Sowing instructions - Lawn clover

 

Leiðbeiningar fyrir sáningu – Lawn Clover

Lawn Clover er fíngerður þurkþolinn hvítsmári.  Með Lawn Clover geturðu sparað áburðarnotkun þar sem smárinn bindur nitur úr andrúmsloftinu með aðstoð niturbindandi rótarbaktería.  Þannig geturðu ræktað sjálfbærann svörð sem er þurkþolinn, þéttur og hamlar illgresi að skjóta rótum.  Þá er það kostur að slíkur svörður jafnar sig betur af skemmdum eftir þvagbletti gæludýra.  Síðast en ekki síst þá hjálpar smárinn við að auka náttúrlegan fjölbreytileika; það er val um sjálfbærni.

Leiðbeiningar fyrir sáningu

Lawn clover icons-verpakking

Leiðbeiningar fyrir sáningu

  1. Jafnið yfirborð, fjarlægið steina og illgresi. Hitastig jarvegs ætti að vera minnst 10°C
  2. Sáið fræi jafnt yfir jarðveginn.
  3. Rakið fræið ofan í jarðvegsyfirborðið og valtið svo fræið sé í góðri snertingu við jarðvegin. Fræið ætti ekki að fara dýpra en 5mm ofan í jarðveginn.
  4. Vökvið reglulega svo yfirborðið verði ekki þurrt í lengri tíma.
  5. Hefjið slátt þegar grasið nær 5 cm hæð, sláið niður í 3 cm hæð. Reglubundinn sláttur er nauðsynlegur til að viðhalda fíngerðri áferð.

Yfirsáning

  1. Sláið lóðina og hirðið grasið. Hitastig jarvegs ætti að vera minnst 10°C
  2. Sáið fræi jafnt yfir yfirborðið.
  3. Rakið lauslega yfir svo fræið falli vel ofan í svörðinn.
  4. Vökvið reglulega svo yfirborðið verði ekki þurrt í lengri tíma.
  5. Sláið reglulega í 3 cm hæð. Það skapar birtu og loftflæði fyrir nýgræðinginn. Reglubundinn sláttur er nauðsynlegur til að viðhalda fíngerðri áferð.

Reglubundinn sláttur er nauðsynlegur til að viðhalda fíngerðri áferð smárans.

Spírun: 2-4 vikur.  Sláið reglulega, berið áburð á og vökvið eftir þörfum.

Fræmagn fyrir hreinan smára svörð er 10 g/m2 af Lawn Clover.

Fræmagn þegar blandað við grasfræ: 50 g af Lawn Clover í eitt kg af grasfræi.

Yfirsáning í gróna lóð: 1.5 g/m2